Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

föstudagur, júlí 04, 2003 :::
 
FRAMHALDSHUGLEIÐING vegna tilskrifa í tilefni af SMÁHUGLEIÐINGU
Ýmsar tillögur hafa borist vegna feimni minnar við að nota orðið negri (ég hvíslaði þessa síðustu fimm stafi). Blökkumaður minnir í mínum huga alltof mikið á þrælahald. Svertingi - er það í lagi? Veit ekki - virkar niðurlægjandi nú til dags. Hvað er bandaríski sendiherrann á Íslandi? Ég þori ekki að segja neitt um litarháttinn, bara spyr - maður veit aldrei hvert Stóri bróðir gæti vafrað á netinu.
Er James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vinur Samfylkingarinnar? Alla vega er Sjálfstæðisflokkurinn ekki hrifinn af honum. Hefur samt alltaf verið ofsalega hrifinn af öllum bandarískum sendiherrum hingað til og dýrkað þá sem sólguði. Man einhver ástina á Marshall Brement um árið? Allt sem hann gerði var samfellt kraftaverk í augum Moggans og Sjálfstæðisflokksins, jafnvel þótt honum og konu hans fyndist vinstri menn og herstöðvarandstæðingar margfalt skemmtilegri og eftirsóknarverðari en íhaldselítan. En Marshall var nú líka hvítur, í mesta lagi sólbrúnn yfir sumartímann. Gadsden er "sólbrúnn" allan ársins hring. Skyldi munurinn liggja í því?
Mætti segja að dóms- og kirkjumálaráðherrann hafi afhjúpað sig sem rasista þegar hann ræðst allt í einu að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og næstum sakar hann um að eiga vingott við Samfylkinguna? Sendiherrann er ekki lengur vinur og hjáguð, heldur kommadindill í augum hans. Hver er skýringin? Ráðherrann myndi líkega segja að hér hefði ég skipt um umræðuefni - horfið frá umræðum um orðaval í viðkvæmum tilfellum yfir í persónulegar ofsóknir á hendur sér. Þá væri hægt að segja að verið væri að beina umræðunni í aðra átt en ætlað var.
Best að hætta Ég má alls ekki vera að því að munnhöggvast við dóms- og kirkjumálaráðherra og Sjálfstæðislfokkinn um kynþáttaofsóknir, bandarísku utanríkisþjónustuna og ljósastofur á minni eigin bloggsíðu.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 1:47 e.h.


miðvikudagur, júlí 02, 2003 :::
 
SMÁHUGLEIÐING
Af hverju er þeldökkt fólk að eyða tíma í að liggja í sólbaði? (Ég kann ekki við að nota orðið negri).

::: posted by Bergthora at 12:38 e.h.


 
Hæ,
Breytingarnar miklu hjá Mr. Blog eru ekki svo rosalegar. Sérfræðingur minn í Barcelóna er búinn að virkja hjá mér möguleika á tilskrifum (shout out, comment), og setja upp tenglalista. Ekki amalegt að eiga svona ágæta síðu. Nú er bara að vita hvort einhver sendir mér tilskrif. Ég vona það. Mér fyndist leitt, ef enginn nennti að lesa það sem ég skrifa nema ég sjálf. Veit einhver hvort ég er með teljara? Er teljari hégómi eða tölfræði?
Einn í vinnunni sagði við tvær samstarfskonur mínar - þær eru báðar á fertugsaldri: Hvað segið þið, skvísur? Við hvaða svari skyldi hann búast? Hann er langt yfir hundrað kíló. Kannske - Hæ, granni (ekki í merkingunni nágranni og ekki vitgranni).
Rigning úti, loftlaust inni. Ég er löt í augnablikinu, slæ hlutunum upp í kæruleysi og blogga - bara stutt! Löt í augnablikinu? Ég er búin að vera hundlöt eftir sumarfríið. Eftir þriggja vikna fjarveru frá heimili og vinnu er ég hundlöt, nenni helst ekki að gera neitt, rykið og lóin safnast fyrir heima, bunkarnir hlaðast upp í vinnunni. Væri ekki upplagt að fara í langan göngutúr í úðarigningu, fylla lungun hreinu og tæru lofti, taka löng skref og sveifla handleggjunum, finna nýjan þrótt og kraft flæða um líkamann? Verða kraftmeiri og duglegri á eftir. Er ekki undarlegt að það skuli vera átak að gera þetta? Er ekki undarlegt að mig skuli einmitt langa út að ganga núna á þessu augnabliki og vera alveg til í að stökkva af stað, þegar ég á að sitja og vinna? Ætti ég að segja eðlilega og frjálslega við forstjórann: "Má þetta ekki bíða aðeins? Ég nenni þessu ekki í augnablikinu. Ég ætla heldur að skreppa í göngutúr. Kem eftir tvo tíma." Svona eins og hann segir við mig að hann ætli að skreppa á fund út í bæ. Undarlegt að ég skuli ekki nenna út að ganga þegar ég er komin heim og hef ekkert að gera, hef næstum því allan heimsins tíma? Hvað veldur? Verðugt viðfangsefni fyrir einhverja fræðinga.
Kveðja,
Bekka


::: posted by Bergthora at 12:34 e.h.


þriðjudagur, júlí 01, 2003 :::
 
Hæ,
Ég ætlaði bara rétt að láta ykkur vita að ég er löngu komin heim úr ferðinni miklu, kæru lesendur. Ég hef hvorki haft tíma né nennu til að blogga. Ljótt en satt. Nú stendur til að bæta úr þessu, en þegar ég fór inn á bloggið mitt til að senda örfáar línur á öldum tölvuvakans, er Mr. Blog búinn að gera einhverjar breytingar - mér til endalausrar hrellingar. Ég held að sérfræðingur minn í bloggsíðum í Barcelóna hafi heldur ekki uppfært síðuna mína.
Nú er að sjá hvernig hefur tekist til.
Skila íslensku stafirnir sér?
Nennir einhver að lesa þetta?
Er Mr. Blog farið að förlast?
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 6:03 e.h.




Powered by Blogger