Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

föstudagur, desember 09, 2005 :::
 
Hæ,
Líður nú að jólum – mér þykir vissara að taka það fram ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum - og þá kaupi ég einungis viðurkennda jólamerkjavöru. Að öðru leyti vísa ég til tíu lína í pistli mínum frá 14. desember 2004, þar sem ég er greinilega pínulítið pirruð út í jólabörn nútímans. Skoðun mín hefur lítið breyst.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 11:37 f.h.


 
Hæ,
Gömul og áhrifarík aðferð meðal valdamanna er að drepa sendiboða válegra tíðinda og hafa frásagnir af slíkum verkum hafa ratað á spjöld sögunnar. Mér finnst skína í gegn hjá nokkrum ráðherrum og alþingismönnum þessa dagana að þeim þyki afar súrt í broti að geta ekki klofið Stefán Ólafsson prófessor í herðar niður eftir að skýrsla hans um kjör og aðstæður öryrkja í íslensku samfélagi var gerð opinber.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 11:11 f.h.




Powered by Blogger