Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

miðvikudagur, mars 29, 2006 :::
 
Hæ,
Það eru seldar spennu- og ástarsögur við kassann í hverfisbúðinni hjá mér. Ekki beint verk í samræmi við háþróaðan bókmenntasmekk undirritaðrar, en ábyggilega bækur sem ganga út - annars væru þær ekki til sölu við hlið mjólkurferna, kálhausa og þvottaefnis. Ég stytti mér stundir við kassann, renni augunum yfir úrvalið og kemst að því að Þær bera ýmis skemmtileg og frumleg nöfn, t.d. "Hugprúði skurðlæknirinn". Hvaðan skyldi hugprýði hans vera komin og hvernig skyldi hún lýsa sér? Þorir hann að skera upp í tvísýnum tilfellum? Sker hann kannske upp án svæfingar? Er þetta læknir sem hefur fengið titilinn vegna þess að hann fer oft á gæsaveiðar og felur sig í skurði meðan hann bíður eftir bráðinni? Eða er þetta bara kaldur og svalur gæi utan vinnu, sem gerir engar rósir í vinnunni? Ég verð líklega að kaupa bókina til að komast að raun um hvert innræti aðalhetjunnar er.
Önnur saga ber titilinn "Hetja í hjólastól". Ég ætti líklega frekar að kaupa hana.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 2:29 e.h.




Powered by Blogger