Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

fimmtudagur, september 11, 2008 :::
 
Hæ,
Nú í vikunni átti ég leið í stóra matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu að morgni til. Er ég nálgaðist dyrnar gekk að mér ung stúlka og spurði hvort ég væri komin til að leika í auglýsingunni. Ég svaraði þvi neitandi, en var að hugsa um að bæta við að mér yrði ekki skotaskuld úr því, væri alvön og eldklár.
Er ég skaust um búðina og tíndi saman í körfu það sem til þurfti, sá ég kvikmyndalið með tæki og tól bíða tilbúið eftir aðalstjörnunni og dauðsá eftir að hafa ekki logið því að ég væri stjarnan, sem allir biðu eftir.
Svo var forvitni mín vakin því ég sá stúlkuna, sem hafði álitið að ég væri leikkona dagsins. Á eftir henni höltruðu tvær gráhærðar og hrukkóttar konur, - gætu verið hundrað árum eldri en ég.
Nú er bara að bíða eftir auglýsingunni og sjá hvort öðrum finnst ég vera í sama aldursflokki.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 6:10 e.h.




Powered by Blogger