Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

fimmtudagur, febrúar 01, 2007 :::
 
Hæ,
Ég var að horfa á Íslensku tónlistarverðlaunin. Villi kolla, sem nú heitir Villi rúntur, afhenti fyrstu verðlaunin og hafði einhvern með sér inn á sviðið, sem hlýtur að hafa verið burðardýr, því Rúnturinn rétti honum Ístóninn og lét hann halda á gripnum, meðan hann tilkynnti hver hefði fengið fyrstu verðlaunin. Hinir létu sér nægja að setja gripinn á ræðupúltið.
Tveir fyrstu, sem fengu verðlaun voru frændur mínir, annar náfrændi minn, hinn aðeins fjarskyldari, svo ég var mjög lukkuleg mína eigin hönd og auðvitað fyrir þeirra hönd. Svo þekki ég persónulega einn úr Voces Thule og annar úr þeim hópi sá um giftingu í fjölskyldunni fyrir nokkrum árum. Ég er nýbúin að kynnast einum, sem spilar undir hjá Baggalút. Þar fyrir utan þekki ég fjölskyldu eins verðlaunahafans, sem var margtilnefndur og kallaður upp á svið a.m.k. tvisvar til að veita verðlaunum móttöku, og fjölskyldu eins þeirra, sem tilnefndur var, en hlaut ekki náð fyrir augum dómnefndar. Svona er allt hér á landi, allir tengdir og skyldir, nákomnir eða þekkja til fjöskyldu viðkomandi.
Er ekki örugglega búið að hálshöggva Loga Geirsson, sem rétti danska leikmanninum boltann rétt si svona - og þar með sigurinn á silfurfati - í leiknum í gær? Ekki orð um það meir.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 2:01 f.h.




Powered by Blogger