Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

miðvikudagur, apríl 18, 2007 :::
 
Hæ,
Nýlega keyrði ég ásamt tveim fjölskyldumeðlimum norður í land og var ákveðið að snæða kvöldverð á stað nokkrum við þjóðveginn þegar um klukkutímaferð var eftir á áfangastað, svo ættingjar norðan heiða þyrftu ekki að gera sér það ómak að elda ofan í okkur. Þegar litið var yfir það sem á boðstólum var valdi einn í hópnum sér brúna randatertu og kókómjólk í kvöldverð, annar fékk sér tvær smurðar brauðsneiðar, en undirrituð hefur alltaf verið mjög svag fyrir hamborgurum og elskar góða hamborgarastaði, s.s. Vitabar og Grillhúsið, hefur að vísu aldrei snætt hamborgara inni á Vitabar bara tekið hamborgarana með sér heim og belgt sig út á þeim þar. Það var einmitt ostborgaratilboð í gangi - ostborgari, franskar, kokteilsósa og gos úr vél - og ég ákvað að splæsa á mig einum ostborgara, þar sem langt er síðan ég hef smakkað slíkt hnossgæti. Það er skemmst frá því að segja að hamborgarinn, frönsku kartöflurnar, kokteilsósan og gosið var eiginlega óætt. Þetta var allt þriðja flokks og þar fyrir neðan, nema verðið. Það var fyrsta flokks!
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 11:58 e.h.




Powered by Blogger