Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

mánudagur, mars 28, 2005 :::
 
Halló,
Er stödd a hinu kalíforníska Sonomafjalli í góðu yfirlaeti, hér er náttúrufegurð mikil, trjágróður heldur hærri og fjölbreyttari en maður á ad venjast a Íslandi. Í nótt ríkti alger kyrrð, ekkert hljóð barst gegnum næturfriðinn fyrr en haninn á bóndabænum handan þjóðvegarns galadi í morgunsárið. Borðuðum norgunmatinn í eldhúsinu og horfdum út um gluggann þar sem gamla eikin stendur föstum rótum a hlaðinu. Það þarf líklega þrjá menn til ad ná utan um hana, svo gildur er stofninn. Greinarnar slúta niður i margra metra fjarlægð frá stofni. Stolt og falleg eikin er dauðvona, á hana sækir bjalla, sem kemur til með ad ráða niðurlögum hennar á nokkrum árum.
Villtir kalkúnar spókuðu sig á grasflötinni í vitneskju um að enginn myndi sækjast eftir lífi þeirra, allt grænmetisætur innan dyra og kalkúnarnir geta verid öruggir um líf sitt og limi eða vængi.
A næsta bóndabýli voru lamadýr a beit og milli trjánna neðar i dalnum leika Bambi og fálagar hans sér. En hrægammar húka norðar og bída þess ad Bamba verdi fótaskortur svo þeir geti gætt sér á honum umsvifalaust.
Nú bylur rigningin a þakinu, en það er logn og kyrrt. Vid fórum i bæjarferð til Santa Rosa í dag, fengum okkur te hjá Peets og fórum í nokkrar búðir þar sem páskadagur virtist ekki svo heilagur.
I gær vorum við í San Francisco, yndisleg borg. Við fórum i miðborgina, Chinatown, fengum okkur hádegisverð a Pier 39 i Fishermans Wharf, keyrðum um Russian Hill, Telegraph Hill og svo yfir Golden Gate brúna í norðurátt. Mér leið allan daginn eins og ég væri aðalsöguhetjan í kvikmynd.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 4:38 f.h.




Powered by Blogger