Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

fimmtudagur, ágúst 24, 2006 :::
 
Hæ,
Ég var svo óheppin að missa af brekkusöngnum hjá Árna Johnsen á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum, sem var í beinni útsendingu á Rás 2 um verslunarmannahelgina. Ég var búin að ætla mér að láta gömlu vekjaraklukkuna mína hringja af fullum styrk til að minna mig á viðburðinn síðla kvölds, en steingleymdi auðvitað að stilla hana. Það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir fólk syngja af eins mikilli færni og innblæstri á samhljóðunum og Árna Johnsen. Missti sem sagt af svanasöng Árna Johnsen. Þvílíkt ólán!
Ég hlusta yfirleitt á GGG- útvarpsstöðina, þ.e. Gömlu Góðu Gufuna, þegar ég kveiki á útvarpi á annað borð. Undanfarið finnst mér úrvalið hafa verið hálf einhæft þegar ég hef opnað fyrir GGG. Ef það er ekki einhver Framsóknarmaður með áróður og framboðsræðu í beinni útsendingu, þá er Ævar Kjartansson með endalausar trúarhjalslanglokur. Ef Ævar Kjartansson er ekki að velta sér á heimspekilegan hátt upp úr trú og trúarbrögðum, þá er einhver úr Framsóknarflokknum að halda langan fyrirlestur um ágæti flokksins og allt virðist fólk með þessa stjórnmálaskoðum vera gætt þeim kosti að þurfa ekki að draga andann, nema rétt á meðan viðmælandi skýtur inn einni örstuttri spurningu, sem er síðan gersamlega kaffærð í orðaflaumi umsvifalaust.
Í gærkvöldi fann ég ekkert til að horfa á þegar ég renndi gegnum þessar örfáu sjónvarpsstöðvar sem ég á völ á, svo ég horfði með öðru auganu á Magna Supernovastjörnu meðan ég leysti tvær sudokýr af erfiðari gerðinni. Hvar fékk drengurinn þessa ferlegu frollu, sem hann er með á höfðinu? Er þetta smart eða er hann að fela eitthvað?
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 1:44 e.h.




Powered by Blogger