Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

miðvikudagur, október 27, 2010 :::
 
Hæ,
Ég stunda jóga hjá tveim kennurum sem virðast ekki vera af þessum heimi, svo flinkir og færir eru þeir. Ég elska stundirnar í jóga þegar ég er hreyfingarlaus og hef allt í einu ekki lengur þörf fyrir að anda. Mér finnst líða margar mínútur þar til yfir mig hellist þörf fyrir að draga að mér andann og stundum hugsa ég: "Hvað gerist ef ég þarf ekki að anda? Yfirgef ég þá þetta líf í flókinni jógastellingu? Hvernig kistu þarf þá utan um mig?"
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 12:59 f.h.




Powered by Blogger