Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

laugardagur, desember 27, 2003 :::
 
Hæ,
Þá er kominn annar í jólum. Undanfarna tvo daga hef ég þvegið tíu fullar uppþvottavélar – er með 12 manna vél – og búin að moppa þrisvar yfir gólfið. Í dag hef ég haldið kyrru fyrir, lesið, leyst þrautir og horft á sjónvarpið, þar sem verið var að sýna My fair lady, eina stórfenglegustu mynd, sem gerð hefur verið.
Á aðfangadagskvöld höfðum við síldarsalat með rúgbrauðsrönd, humarsúpu, lambahrygg og skoskar rjúpur, sem mér fannst eeeeekkert varið í. Rjúpnabragðið var frekar lítið. Við hverju öðru er að búast af Skotum?
Aftansöngur í Bessastaðakirkju á aðfangadagskvöld, Biskupinn yfir Íslandi prédikaði og fulltrúi nýbúa á Íslandi fór með bæn í upphafi. Biskup kvað lesarann vera í hópi fjölmargra útlendinga, sem hefðu flust hingað til lands og auðguðu þjóðlíf okkar með fjölbreyttri menningu sinni og siðum. Þar með fékk ég staðfestingu á spurningu minni á blogginu um daginn. Umræddur nýbúi hefur greinilega mikinn og einlægan áhuga á íslensku og er sennilega með einkakennara til að ná sem bestum tökum á ástkæra, ylhýra málinu.
Nú hafa bókmenntafræðingar loks látið frá sér heyra, þeir fjallað á gagnrýninn hátt um bókina Halldór og hafa þar með tekið laglega í rassgatið á Hannesi Hólmsteini. Hann er líklega mjög ánægður með það. Felldur hefur verið áfellisdómur yfir störfum nefndarinnar, líklegt er að þetta verði til að setja blett á Íslensku bókmenntaverðlaunin í framtíðinni og stimpill kominn á hin óútgefnu verk Kiljan og Laxness.
Kveðja,
Bekka


::: posted by Bergthora at 11:27 e.h.


þriðjudagur, desember 23, 2003 :::
 
Hæ,
Ég er farin í jólafrí.
Ég óska öllum lesendum mínum gleðiríkrar jólahátíðar, birtu og friðar á nýju ári.
Bekka

::: posted by Bergthora at 1:55 e.h.




Powered by Blogger