Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

þriðjudagur, mars 04, 2008 :::
 
Leikþáttur í einum þætti úr Nóatúni:
Gerist í deild heitra rétta - orðrétt.

Persónur og leikendur: Ég, viðskiptavinur til vinstri, viðskiptavinur til hægri, afgreiðsluunglingur nr. 1 (með frekar lága greindarvísitölu og lítinn starfsmetnað), afgreiðsluunglingur nr. 2 (hraðlyginn), afgreiðsluunglingur nr. 3 (kann að vinna).

Ég: Ég ætla að fá hálfan kjúkling
Afgreiðsluunglingur nr. 1: Hálfan? (Er greinilega þvert um geð að þurfa að skera í sundur eitt stykki grillaðan kjúkling. Er með tyggjó þáttinn út í gegn).
Ég: Já. (Rek um leið augun í steikta kjúkingabita). Nei, ég ætla frekar að fá kjúklingabita.
Afgreiðsluunglingur nr. 1: Það eru bara til fimm bitar.
Ég: Ég ætla að fá tvo.
Afgreiðsluunglingur nr. 1: Fleirrrra?
Ég Svo ætla ég að fá franskar fyrir 300 krónur.
Afgreiðsluunglingur nr. 1: Það þarf að steikja þær. (Vonar að ég fari ekki að kaupa franskar, ef ég þarf að bíða eftir steikingu).
Ég: Allt í lagi.
Afgreiðsluunglingur nr. 1: Það tekur þrjár mínútur. (Heldur að enginn heilvita maður hafi svo mikla biðlund að hann geti staldrað við i þrjár mínútur meðan verið er að steikja).
Ég: Já, ég bíð bara.
Vonbrigðin leyna sér ekki á andliti afgreiðsluunglings nr. 1.
Viðskiptavinur til vinstri: Steikið þið ekki örugglega nóg af frönskum? Ég ætla að fá stóran skammt.
Afgreiðsluunglingur nr. 2: Jú, það er verið að steikja fullt af frönskum.
Viðskiptavinur til hægri: Ég er að bíða eftir frönskum og hún (bendir á mig) líka. Er þetta nóg handa okkur öllum.
Afgreiðsluunglingur nr. 2: Alveg feikinóg handa öllum. Tekur bara tvær mínútur í viðbót.
Afgreiðsluunglingur nr. 3: (Lítur ofan í steikingarpottinn). Af hverju steiktuð þið svona lítið af frönskum?
Afgreiðsluunglingur nr. 1: Það var ekki meira af þeim hér uppi
Afgreiðsluunglingur nr. 3: Af hverju náðuð þið ekki í meira?
Afgreiðsluunglingur nr. 1: Það er ekki meira af þeim í hillunni frammi.
Afgreiðsluunglingur nr. 3: Hvar eru þær?
Afgreiðsluunglingur nr. 1: Niðri í kjallara.

::: posted by Bergthora at 12:32 f.h.




Powered by Blogger