Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

fimmtudagur, nóvember 29, 2007 :::
 
Hæ,
Nýlega var lagt til að hinu háa Alþingi Íslendinga að hætt yrði að kalla konur ráðherra og sett saman endemis orðskrípi til að nota í stað hins fallega og virðulega starfsheitis – ráðherra. Áður en maður er farinn að melta fáránleikann kemur fram tillaga á Alþingi um að kyngreina ekki ungabörn á fæðingardeildum með bleikum og bláum fatnaði svo að þau falli ekki inn í kynhlutverkið við fyrsta andardrátt.
Hefur þetta lið á Alþingi ekkert að gera? Ég hélt að kjörnir fulltrúar okkar þar á bæ hefðu fengið það hlutverk að stjórna landinu og ættu standa utan við einhver smáatriði, sem við vesælir og lítilfjörlegir þegnar þessa lands, getum alveg sjálf séð um að hnotabítast út af. Er það ekki hlutverk þjóðarinnar?
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 2:58 e.h.




Powered by Blogger