Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

laugardagur, júní 30, 2007 :::
 
Hæ,
Ég var að fletta fréttablaðinu í gær og þrátt fyrir að ég reyndi - sem endranær - að sneiða algerlega hjá öllum auglýsinginum, tók heilinn í mér snögg-mynd af einni auglýsingu efst til vinstri á vinstri opnu í Allt-blaðinu. Gegnum heilann flaug hugsun: "Hver er að selja heila heila?" Þótt ég hafi aldrei verið spennt fyrir heilum heilum, hvort sem þeir eru hráir, soðnir, steiktir eða grillaðir, sá ég ekki betur en eintakið á myndinni, sem hafði tekið sér bólfestu í mínu einkaheila-albúmi, væri matreitt á einhvern nýstárlegan máta. Ég fletti þess vegna til baka til að fræðast um þessa nýju og spennandi matvöru, þótt heilinn í mér gæfi frá sér sterk skilaboð þess efnis að ég myndi ekki skokka út í búð og snúa til baka með nokkur stykki af heilum heilum í kvöldmatinn. Þegar ég gáði betur sá ég að þarna var ekki verið að auglýsa heila heila, heldur var verið að auglýsa pistasíukrans að hætti Jóa Fel.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 4:40 e.h.




Powered by Blogger