Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

mánudagur, mars 07, 2005 :::
 
Hæ,
Væri ekki stórkostlegt ef Sæmi rokk gæti tekið Bandaríkin í nefið rétt eins og að stíga nokkur dansspor með glæsibrag á gljáandi dansgólfinu? Í augnablikinu er allt útlit fyrir að Sámur frændi sitji eftir halaklipptur og örninn hími vængstífður honum við hlið, þegar Sæmi rokk frá Íslandi hefur rennt sér í taktvissri danssveiflu inn fyrir fangelsismúrana með vegabréf Fischers milli fingurgómanna og frelsað skáksnillinginn úr klóm gulu djöflanna – ég las þessi síðastu orð ábyggilega í einhverri skáldsögu, þar sem einhverjum var smávegis í nöp við Japani.
Þetta mál er skólabókardæmi um mikilmennskubrjálæði Íslendinga, sem telja sig geta allt og framkvæma hlutina án þess að skeyta um reglur, boð og bönn. Utanríkisráðuneytið þybbast við og vill ekki styggja Bandaríkjamenn, en þeir tóku við sér um leið og Sæmi lenti með fríðu föruneyti í Tókío og fara að undirbúa ákæru á hendur stórmeistaranum fyrir skattsvik, sem virðist eitthvað hið versta sem bandarískir þegnar geta lent í. Er hann ekki búinn að vera tekjulaus í mörg ár? Áttu þeir ekki að vera löngu búnir að kæra hann fyrir skattsvik?
Það væri gleðiefni ef Sæmi rokk færi með sigur af hólmi í viðureigninni við stórveldin, sem nú núa bökum saman í baráttu gegn rugluðum einstæðingi ogþessum litla hópi manna, sem vill sýna honum veita honum aðstoð og vináttu.
Hitt er annað má,l að ég veit ekki hvað á að gera við Fischer ef eða þegar hann kemur hingað. Það gæti svo orðið ágætis efni í nýtt og langvarandi vandamál, men den tid, den sorg. Á meðan rokkar Sæmi fyrir utan japanska fangelsið með glæsibrag með íslenskt vegabréf Fischers upp á vasann.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 6:34 e.h.




Powered by Blogger