Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

miðvikudagur, maí 23, 2007 :::
 
Hæ,
Þetta er nú meiri lukkan hjá nýju ríkisstjórninni! Ég man ekki eftir annarri eins hamingju og gleði í nokkurri ríkistjórn. Geir og Ingibjörg ná ekki af sér brosinu og ánægjusvipurinn virðist límdur á flesta meðlimi í báðum flokkum, aðeins einn og einn sem er með smá hundshaus. Mér finnst fólk líka bara yfirleitt lukkulegt með nýja ráðahaginn
Og ég, sem er alin upp við að allt sé betra en íhaldið, veit varla mitt rjúkandi ráð.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 1:19 e.h.


 
Hæ,
Skjótt skipast veður í lofti. Ég er allt í einu í saumaklúbbi með ráðherrasystur. Guð, en spennandi! Ég ætla að leggja til að næsti klúbbur verði haldinn í ráðherrabústaðnum.
Nýlega var tilkynnt um samkomulag um íslensk-rússneskan skóla um orkumál með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Að samulaginu standa Orkuháskólinn á Akureyri – sem ég hef aldrei heyrt nefndan fyrr en í fyrradag - og Alþjóðaskólinn um orkumál í Moskvu, sem ég hef heldur ekki heyrt nefndan, en sá skóli er rekinn af Alþjóðasamskiptaháskóla rússneska utanríkisráðuneytisins. Þann skóla þekki ég. Þar var ég stundakennari um tveggja ára skeið.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 11:10 f.h.




Powered by Blogger