Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

miðvikudagur, janúar 12, 2005 :::
 
Hæ,
Ég er búin að skemmta mörgum vinum, kunningjum og samstarfsmönnum með sögunni af gjafakortinu, sem ég fékk í afmælisgjöf á merkisafmæli mínu á nýliðnu ári apans. Þessi kærkomna gjof var gjafakort fyrir nokkur þúsund krónur í Smáralind, sem entist þiggjandanum alveg einstaklega vel. Ég byrjaði á því að kaupa mér bleikan gellustakk, alveg afskaplega smart flík. Þetta var þegar farið var að vora og tími kominn til að varpa af sér svörtu klæðunum.
Næst notaði ég gjafakortið þegar ég keypti mér svarta hælaháa – ekki veitir af – skó út ekta leðri, ekkert drasl Vinkona mín var með mér í Debenhams þegar ég sló til. Til að afsaka eyðslusemina sagði ég henni að ég væri að kaupa skóna fyrir áðurnefnt gjafakort. “Sniðugt! Ertu með kortið? spurði hún. Ég varð að viðurkenna að kortið væri heima og sagði henni í leiðinni að ég hefði líka keypt bleika stakkinn fyrir gjafakortið. Þetta fannst henni enn sniðugra.
Ég keypti mér líka bol og silkislæðu fyrir kortið og sitthvað fleira. Gjafakortið entist mér alveg óskaplega vel og lengi. Að lokum lét ég það af hendi í verslun í Smáralindinni skömmu fyrir jól eftir níu mánuði, meðgöngutíminn var orðinn hæfilegur og ég var orðin hálfleið á þessum gjafakortsbrandara, búin að seglja hann öllum sem ég þekkti.
Svona hálfvitar sem kaupa einhvern hlut mörgum sinnum fyrir sömu peningana þykja ekki góðir pappírar hjá djúpvitrum peningasérfræðingum eins og Pétri Blöndal og Benedikt í Talnakönnun, sem hafa svo mikið vit á peningum, að maður svitnar og kólnar í víxl, þegar þeir birtast á skjánum hjá manni og vonast til að þeir nefni ekki á nafn fólk, sem haldið er svona sjálfsblekkingu.
Mikil var gleði mín þegar ég komst að því að ríkistjórnin og Alþingi eru ekkert skárri en ég. Þar eru menn búnir að margeyða fyrir fram ágóðanum af sölu Símans – sem ekki er búið að selja enn þá, ég var þó komin með gjafakortið! Það á að eyða hagnaðinum í hátæknisjúkrahús – ég vissi ekki að okkur vantaði sjúkrahús! Það á að eyða honum í jarðgöng, vegaframkvæmdir, niðurgreiðslu erlendra skulda og eitthvað fleira. Svo mætti líka gefa Svíum hagnaðinn.
Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það!
Nú er bara að komast því hver er fyrirmyndin.
Kveðja,
Bekka


::: posted by Bergthora at 5:56 e.h.




Powered by Blogger