Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

föstudagur, október 03, 2003 :::
 
Elsku Friðgeir,
Til hammara með ammara, sem í dag útleggst: Kæri sonur! Innilegar heillaóskir með afmælið. Megir þú lifa marga og góða afmælisdaga í framtíðinni.
Vonandi tekst For-Hrekkjavakan með ágætum í kvöld. Eru ekki allir búnir að máta hornin og finna það sem passar?
Kveðja og knús til Börsunga-Holtunga.
Mamma


::: posted by Bergthora at 11:23 f.h.


miðvikudagur, október 01, 2003 :::
 
Elsku Silja,
Til hammara með ammara eða réttara sagt - Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið. Megi lán og lukka leika við þig í lífinu.
Kveðja,
Bekka frænka


::: posted by Bergthora at 11:01 f.h.


þriðjudagur, september 30, 2003 :::
 
Hæ,
Gaman var að heyra frá Parísar-dömunum, sem virðast una hag sínum hið besta. Jóhanna - Giovanna er að hugsa um að skreppa út til að tékka á málum. Mér finnst það líka spennandi og heillandi tilhugsun og gæti hugsað mér að slást í hópinn...
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 11:39 f.h.


 
Hæ,
Við erum með helbrigðisráðherra. Ég vissi það ekki fyrr en nýlega.
Orkuátak í uppsiglingu. Þekktir Íslendingar koma fram á skjánum og minna almenning á hvað er í vændum. T.d. borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. Þórólfur er minn maður, alltaf kátur og geislandi. Árni hefur að mínu mati villst í vitlausan flokk í öllum skilningi. Hvetja til orkuátaks! Þetta lítur svo vel út í auglýsingunum, en þegar á hólminn er komið er afar freistandi að fá sér tertu með aukarjómaslettu út á frekar en að naga þurran sellerí-legg.
Hvað er heilbrigðisráðherrann að auglýsa þessa dagana? Ég bara man það ekki. Er hann í orkuátakinu? Sennilega ekki vegna þess að það er enginn krakki með honum eins og með borg og bæ. Hann er e.t.v. að auglýsa Framsóknarflokkinn af gömlum vana, enda ætti sá flokkur að vera frægur fyrir auglýsingar. Að vísu héldu landsmenn að Sjálfstæðisflokkurinn hefði eytt mestu í auglýsingar fyrir síðustu kosningar þegar spurt var í skoðanakönnun. Það var eins og enginn hefði horft á auglýsingar í sjónvarpi og útvarpi, á auglýsingaspjöld, sem blöstu við hvert sem litið var. Eins og enginn hefði lagt saman tvo og tvo og fengið út fjóra. Svo kemur formaður flokksins í fjölmiðla og segir að flokkurinn hafi eytt smáræði í auglýsingar fyrir kosningar. Bara vasapeningum! Engin athugasemd nokkurs staðar. Eru allir skyni skroppnir?
En hver eyddi hverju er ekki aðalatriðið, Þetta er bara æsingur í mér sem er alltof seint á ferðinni. Aðalatriðið er auglýsingin með heilbrigðisráðherranum, sem ég man ekki hvað er að auglýsa vegna þess að ég geng af göflunum í hvert skipti sem hann segir: Ég heiti Jón Kristjánsson og er helbrigðisráðherra. Hvað er helbrigði? Mér dettur í hug orðið sóttbrigði, þegar umskipti verða hjá sjúklingi til hins betra eða hins verra, sem sagt annað hvort batnar honum eða hann deyr. Þýðir þá helbrigði að annað hvort fari einhver niður til Heljar eða sleppi við það? Stjórnar þá helbrigðisráðherra því hvort hlutirnir fari norður og niður eða stefni upp á við?
Kveðja,
Bekka


::: posted by Bergthora at 11:18 f.h.




Powered by Blogger