Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

laugardagur, júní 28, 2008 :::
 
Hæ,
Ég var í búðarferð í dag - einu sinni sem oftar - stóð í mesta sakleysi í biðröðinni þegar konan fyrir aftan mig bað mig að líta eftir barninu sínu meðan hún skryppi að ná í gos. Alveg sjálfsagt. Þegar ég var í þann mund að enda við að tína vörurnar upp úr kerrunni og stafla þeim snyrtilega á borðið, sagði hún mér að færa kerruna fram fyrir svo að hún gæti komið sinni kerru að. Ég gerði það. Þá skipaði hún mér að setja millistykki milli þess sem ég var að kaupa og hún var að kaupa. Ég hlýddi því. Þegar ég var búin að borga og setja mínar vörur í innkaupapokann, benti hún mér á nokkrar jógúrtdósir sem hún hafði keypt og sagði mér að setja þær í lítinn plastpoka. Mér datt ekki í hug að óhlýðnast því. Síðast spurði hún hvort ég gæti ekki að keyrt hana og barnið heim. Ég gerði það auðvitað eins og allt sem hún hafði beðið um. Hún var óheppin að biðja mig ekki að borga vörurnar fyrir sig, því ég hefði gert það orðalaust.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 12:08 f.h.




Powered by Blogger