mánudagur, október 24, 2005 :::
Hæ,
ég fór í Hagkaup í Skeifunni í gær. Þegar inn var komið gekk ég fram hjá fjögurra metra háu jólatré í fullum skrúða upp á ameríska vísu, sýndist mér, alls konar jólaglingri og einhverjum tuskum, sem eiga líklega að vera jólaföt á saklaus börn. Ég hélt áfram beint af augum og staðnæmdist rétt hjá kjötborðinu, þar sem ég keypti mér nokkur slátur. Sláturtíðin og jólin ná orðið alveg saman eins og ég fjallaði um í einum af bloggpistlum mínum í sláturtíðinni eða jólavertíðinni í fyrra. Þegar ég var barn voru margir mánuðir milli sláturtíðar og jóla.
Kveðja,
Bekka
::: posted by Bergthora at 2:57 e.h.