Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

þriðjudagur, apríl 27, 2004 :::
 
Hæ,
Eyjó fær heillakveðju dagsins, fimm ára edrú-afmæli, geri aðrir betur!
Áfram skal haldið, einn dagur tekinn í einu - skref fyrir skref, spor fyrir spor.
Hjartanlegar hamingjuóskir!
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 12:36 e.h.


mánudagur, apríl 26, 2004 :::
 
Hæ,
Stundum vildi ég að lífið væri eins og í bíó, í bestu amerísku myndunum, þar sem alltaf eru laus bílastæði, þar sem aðalhetjan, pant vera hún, getur vafið hverjum sem er um fingur sér, þar sem leiðindaskúrkar og fýlupokar í þjóðfélaginu og vinir þeirra hafa ekki roð við söguhetjunni, hvorki andlega né líkamlega, og standa eins og glópar, þegar hún hefur lokið sér af með rökum eða liggja hjálparvana í valnum eftir stutta og snyrtilega handayfirlagningu.
Það koma alltaf augnablik í lífinu, þegar þroskinn yfirgefur sálina og vanþroski og endalaus pirringur taka völdin. Hugsið ykkur hvað það væri þægilegt að geta tekið einhvern, sem er að ybba sig og ergja aðalhetjuna, henni þóknanlega og stóran hluta þjóðarinnar, stungið hausnum á honum í gegnum klofið, bundið þéttan rembihnút fyrir með löppunum og tyllt viðkomandi á farangursband, sem rúllar nokkurra kílómetra leið í hörkugaddi upp í flugvél, sem er fyrir algera tilviljun í áætlunarflugi til Mars og kemur til baka eftir 500 milljón ljósár. Auðvitað eina ferðin heim á þessu tímabili.
Eftir stendur aðalsöguhetjan, andlitsmálningin óaðfinnanleg, Chanel-dragtin nýpressuð, allir skartgripir á sínum stað, sokkabuxurnar stráheilar og skórnir glansandi, en einn lokkur hefur fallið fram á ennið í átökunum, sem ekki til lýta, heldur gerir það hina heillandi söguhetju enn þá glæsilegri og fegurri. Handan við hornið bíður alþýðan og hyllir hetjuna með lófaklappi, blómum og fánum.
THE END – HAPPY END
Bless,
Bekka
P.S. Ég er farin á vit hversdagslífins.


::: posted by Bergthora at 6:57 e.h.




Powered by Blogger