Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

föstudagur, maí 07, 2004 :::
 
Hæ,
Finnst ykkur að ég ætti að fara að skrifa bloggið undir dulnefni, t.d. Lína langsokkur, Þórður sjóari, Línukomminn, Eiturpaddan eða Húsmóðir með heimabakstur?
Er ekki svoítið hallærislegt og barnalega opinskátt að skrifa undir réttu gælunafni?
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 11:40 f.h.


 
Hæ,
Hélt einhver í alvöru að írakskir fangar hefðu það huggulegt í fangelsisvistinni hjá frelsara heimsins? Að þar væri borinn fram skreyttur kalkúni á silfurfati í boði Bush og breskur pudding frá Blair á sunnudögum og amerískir hamborgarar og "fish and chips" aðra daga, að fangarnir sætu við sjónvarp og horfðu á Jay Leno, Oprah og annað uppbyggjandi sjónvarpsefni á milli þess sem þeir gripu í létt handverk, s.s. gerð bílnúmera og serviettuútsaum, sem þeim væri auðvitað greitt fyrir með sanngjörnum hætti.
Ég hef um áratuga skeið fylgst lítillega með því sem Amnesty International og ýmsir, sem láta sig mannréttindi varða, hafa verið að fást við. Ég hef fylgst með fréttum gegnum árin. Hvað eftir annað hefur verið sagt frá hræðilegri meðferð á föngum, þeir hafa verið pyntaðir og kvaldir á miskunnarlausan hátt. Hvað eftir annað hafa fyrrverandi fangar sagt ótrúlegar sögur af þeirri meðferð sem þeir hafa hlotið í fangelsi og fangabúðum.
Ég man eftir tveim litlum stúlkum, átta og níu ára sem sátu í fangelsi í Tyrklandi sem pólitískir fangar. Ég man sögur frá Chile. Ég man sögur úr Síðumúlafangelsinu. Ég man sögur úr Helförinni. Ég man sögur úr Gúlaginu. Sagði ekki bresk kona frá því að farið hefði verið betur með hana í fangelsi einhvers staðar í Austurlöndum fjær en í fangelsi í föðurlandinu, þegar henni tókst að komast þangað eftir harðvítuga baráttu?
Er ekki sagt að í Þýskalandi nasismans hafi þótt til fyrirmyndar þegar góðir fjölskyldufeður gátu gengið hart fram í pyntingum og illri meðferð á föngum og fóru síðan heim á kvöldin í faðm eiginkonu og barna og nutu þess sem heilbrigt fjölskyldulíf bauð upp á.
Mér hefur aldrei dottið í hug að Bandaríkjamenn og Bretar væru neitt mannúðlegri gagnvart föngum en aðrir. Ég er ekki einu sinni hissa. Ég er hissa á þeim sem kemur þetta á óvart.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 11:25 f.h.




Powered by Blogger