Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

mánudagur, febrúar 20, 2012 :::
 
Hæ,
Ég fór í Hörpu í gær, nánar tiltekið í Eldborgar-salinn og hlýddi á Þresti og gesti. Karlakórinn Þrestir hefur sungið í hundrað ár linnulaust og hélt upp á afmælið með eftirminnilegum hætti ásamt mörgum karlakórum, söngvurum, skemmtikröftum, sinfóníuhljómsveit og barnakór af stærri gerðinni. Salurinn var þéttsetinn og fólk skemmti sér hið besta.
Forsetinn og eiginkona hans voru á staðnum og ég sá ekki betur en kvikmyndatökumaður hefði fengið aðstöðu við forsetasætin. Mér sýndist hann tylla tökuvélinni á öxl og höfuð forsetans og þá flaug sú hugsun í gegnum huga minn að forsetakvikindið gæti þó komið að einhverju gagni.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 8:58 e.h.


 


::: posted by Bergthora at 8:58 e.h.




Powered by Blogger