Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

laugardagur, mars 15, 2008 :::
 
Hæ,
Ég skrapp í verslun nýlega, sem er nú ekki í frásögur færandi. Það er nokkuð daglegur viðburður hjá mér ef viðburð skyldi kalla, þar sem þessar ferðir eru í heildina afar viðburðasnauðar. Það gerðist ekkert í þessari verslunarferð nema hvað ég keypti köku með kaffinu og stóð lengi ásamt eiginmanninum og skoðaði ýmsar girnilegar tertur og kökur. Niðurstaðan eftir nokkurra mínútna samráð var að kaupa Solluköku, sem var hræódýr miðað við aðrar kökur í borðinu. Þegar heim var komið og sest að borðum, varð ég fyrir hræðilegum vonbrigðum með kökuna, sem var bökuð úr lélegu hveiti, kakói, eggjadufti, mjólk og lyftidufti. Ofan á var flórsykur og vatn. Innihaldið leyndi sér ekki.
Niðurstaða mín var þessi: Kaupa marensterturnar og frönsku súkkulaðiterturnar. Borða þær með rjóma og ávöxtum. Ég vil frekar stífla æðarnar á mér með einhverju gómsætu en svona ódýru óæti. Frekar deyja úr einhverju girnilegra og gómsætara en hveitiklessu. Enda fór það svo að þessi terta var ekki kláruð og síðasti bitinn fór í ruslapokann. Ég mun ekki falla í sömu gryfju aftur.
Handan við hornið er æsispennandi og sönn saga af verslunarferð og rasisma í Bónus. Farið ekki langt, ekki lengra en á klósettið eða í ísskápinn.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 1:19 e.h.




Powered by Blogger