Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

mánudagur, janúar 12, 2004 :::
 
Hæ,
Ég fékk staðfestingu á áliti mínu á forsætisráðherranum þegar ég las færsluna hennar Ragnheiðar áðan. Hvernig getur nokkur maður hvæst á Evu Maríu, sem er alltaf svo falleg, brosandi og alúðleg? Evu Maríu, sem öll þjóðin dáir og elskar. Er nokkuð hægt nema brosa til hennar? Jú, það var hvæst á hana í beinni útsendingu. Það gerði ein undantekning, sem sannar regluna - sjálfur forsætisráðherra Íslands, Mr. DO. Mér líkar þetta nýja uppnefni - hljómar eins og glæpamannsnafn úr Bond-mynd!
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 12:44 e.h.


 
Hæ,
Til hamingju með afmælið, Steinar. Ég þori ekki að vera með neinar hammara-óskir til þín.
Bið innilega að heilsa Mari.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 11:36 f.h.


 
Hæ,
Beigó! Til hammara með hjammara-frammara-prammara - fyrir fávísa þýðir þetta síðsta hjúkrunarfræðiprófið.
Flott að vera Nurse nr. 17.
Ég er þó kátust yfir því að hafa einhvern til að hjúkra mér í ellinni.
Að öllu gamni slepptu: TIL HAMINGJU, BEIGÓ!
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 11:34 f.h.




Powered by Blogger