Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

fimmtudagur, september 04, 2008 :::
 
Hæ,
Strákarnir okkar fengur silfurmedalíu á Olympíuleikunum.
Síðan hef ég gengið með silfur um hálsinn.
Jógakennarinn minn sagði í gær að támjóir skór krepptu að heilanum.
Nú skil ég hvers vegna ég hef ekki getað hugsað heila hugsun í áratugi.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 6:13 e.h.


 
Hæ,
Þá veit maður að það er ekkert að marka dagbókarfærslur Matthíasar Johannessen. Greinilega mest allt misskilningur og slefburður.
Á mínum yngri árum var ég eitt sinn í heimsókn hjá vinkonu minni að kvöldlagi og við sátum og ræddum um stráka, böll og partý er knúið var dyra. Úti fyrir stóð kennslukonu, sem var orðin þjóðkunn fyrir barnabækur, sem hún skrifaði í félagi við annan og hugðist hún heimsækja móður vinkonu minnar, en sú hafið brugðið sér af bæ. Kennslukonan bauð sér til stofu og fór að rabba við okkur ungpíurnar, en af skiljanlegum ástæðum var umræðuefni okkar tekið snarlega af dagskrá og stefnan tekin á hærra plan og beindist einkum að bókmenntum. Fór kennslukonan vítt og breitt um í bókmenntaumfjöllun sinni og kom inn á ýmsa ólíka þætti. Hef ég gleymt flestu úr fyrirlestri hennar, nema einu atriði, sem festist mér í minni af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Í þeim þætti umræðunnar sem snerist um íslensk samtímaljóð skýrði hún frá ummælum sem þekktur gagnrýnandi hafði haft um Matthías – að umfjöllun hans um náttúruna byggðist á því að hann hefði eingöngu skoðað íslenskt landslag gegnum bílrúðu – og gat ég eigi annað séð en hún væri gagnrýnandanum fyllilega sammála.
Það var nú í þá daga.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 6:05 e.h.




Powered by Blogger