Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

þriðjudagur, maí 09, 2006 :::
 
Hæ,
Ákvað að halda áfram að heiðra kanínubúið með nærvist minni og störfum. Þegar ég kom til vinnu í morgun frétti ég að kanínurnar hefðu eignast unga.
Tilkynnti fjölgun til Kanínukauphallarinnar.
Hækkunin á hlutabréfunum heldur áfram.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 10:20 f.h.


mánudagur, maí 08, 2006 :::
 
Hæ,
Ég vinn á kanínubúi. Í morgun þegar ég kom til vinnu á kanínubúinu var bústofninn allur úti á grasflötinni. Tvær svartar kanínur, sem bústnar og pattaralegar spígsporuðu og skoppuðu í vorveðrinu. Starfsfólkið, alls 360 manns, hélt sig innan dyra, allir voru önnum kafnir við að hugsa hag og velferð kanínanna tveggja, hvernig hægt væri að ná sem mestum arði og hagnaði af þeim.
Í morgun gerði ég eftirfarandi:
Gaf kanínunum ... auga.
Opnaði tölvuna mína og náði mér í vatnsglas.
Gekk frá skjölum fyrir stjórnarfund.
Gaf kanínunum aftur ... auga. Þær litu ekki við gulrót, sem lá við nefið á þeim. Hvað er á seyði?
Tilkynnti breytta hegðun kanínanna tveggja til Kanínukauphallarinnar.
Hlutabréfin féllu.
Pantaði flugmiða fyrir fjóra starfsmenn til útlanda.
Pantaði hótel og bílaleigubíl fyrir þá.
Svaraði 50 símtölum samtals.
Breytti ferðapöntun fjögurra starfsmanna frá grunni.
Hringdi 37 sinnum ... tilneydd.
Sýndi erlendum gestum kanínurnar, sem voru þá með ósiðlega tilburði einmitt það augnablikið. Mjög óheppilegt. Muna eftir að gá hvað kanínurnar eru að gera áður en tignum gestum er bent á bústofninn.
Tilkynnti ósiðlega hegðun kanínanna tveggja til Kanínukauphallarinnar.
Hlutabréfin féllu enn meira.
Tók á móti 98 tölvupóstum í allt, þar af voru 30 rusl, þar sem aðallega var verið að auglýsa viagra og sleypiefni.
Sendi samtals 74 tölvupósta.
Pantaði fundarherbergi á hóteli í ónefndu landi í ónefndri álfu.
Sendi 15 síðna fax til ónefnds lands sem er ekki búið að uppgötva tölvupóst.
Tók saman upplýsingar um fóðrum og framfarir kanínanna, uppsett í umfangsmiklum, samtengdum excel-skjölum. Sendi lokaskjalið á forstjórann og Kanínukauphöllina.
Hlutabréfin hækkuðu.
Tók saman upplýsingar um gengi hlutabréfanna í kanínubúinu fyrir síðustu fjóra mánuði. Mjög sveiflukennt línurit.
Gekk frá vegabréfsáritun til hins fjarlæga austurs fyrir þrjá starfsmenn.
Fór í hádegismat. Torkennilegt kjöt í matinn. Líkt kjúklingum. Var þetta kannske kanínukjöt?
Sá ekki kanínurnar á flötinni þegar ég fór aftur á skrifstofuna mína.
Tilkynnti tímabundið hvarf þeirra til Kanínukauphallarinnar.
Hlutabréfin féllu niður úr öllu valdi.
Opnaði fjögur bréf stimpluð sem trúnaðarmál og sendi áfram til hlutaðeigandi.
Kanínurnar birtust aftur á flötinni og héldu áfram að grafa þar holur og göng húsverðinum til mikillar armæðu.
Á grundvelli áðurnefnds línurits ákvað ég að fjárfesta í kanínubúinu meðan hlutabréfin væru á svo lágu og hagstæðu gengi.
Tók mér smáfrí til að fjárfesta í kanínubúinu. Er nú einn af stærstu hluthöfunum.
Tilkynnti staðsetningu kanínanna á grasflötinni til Kanínukauphallarinnar.
Hlutabréfin ruku upp úr öllu valdi.
Veit ekki hvort ég nenni aftur í vinnuna.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 1:06 e.h.




Powered by Blogger