Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

fimmtudagur, júní 19, 2008 :::
 
Hæ,
Ég var búin að lofa umfjöllun um hversu vantrúaðir foreldrar geta verið gagnvart börnum sínum og kannske bara börnum yfirleitt. Ég las frétt í Fréttablaðinu um daginn um stúlku sem sá ísbjörninn í Þverárfjalli og tilkynnti foreldrum sínum að hvítabjörn væri á vappi uppi í hlíðinni. Þið geti ímyndað ykkur hvers kyns viðbrögð þessi tilkynning stúlkunnar hefur haft.
Setjum þetta upp í smáleikþátt.
Stúlka (æpir upp): Það er ísbjörn uppi í brekkunni!
Móðir (umburðarlynd): Hvaða vitleysa. Þetta hefur bara verið hvítur hestur eða kýr eða stór hundur.
Stúlka: Víst sá ég ísbjörn. ég þekki þá alveg.
Faðir (róandi): Já, elskan. Ég veit þú þekkir ísbirni en þeir eru bara ekki hér á landi. Þeir eru á Grænlandi.
Stúlka (þráalega): Ég sá víst ísbjörn. Hann var að labba þarna upp frá.
Móðir: Það eru ekki ísbirnir hér á landi. Þeir hafa einstöku sinnum komið hingað að landinu, en það er af og frá að þeir séu hér á þessum árstíma. Þeir koma bara um hávetur og...
Faðir: ... og bara þegar eru harðir frostavetur.
Stúlka: Víst, víst sá ég ísbjörn. Af hverju trúið þið mér ekki? Pabbi, snúðu við svo við getum athugað þetta. gerðu það, plís, plís.
Faðir: Við förum ekki að snúa við þótt þér hafði missýnst.
Stúlka: Plís, snúðu við, pabbi. Ég sá ísbjörn. Ég hef séð ísbirni í Dýragarðinum í Kaupmannahöfn.
Faðir (orðinn óþolinmóður): Það er af og frá að ég fari að snúa við eins og bensínið kostar þesa dagana. Hvaðan hefur krakkinn þetta hugmyndaflug?
Móðir: Hún er búin að horfa á alltof margar vitleysisbíómyndir, sem gera krakka snarruglaða. Ísbjörn um hásumar eða því sem næst! Ekki nema það þó!
Stúlka (æst): Þetta var ísbjörn! Ég er búin að margsegja ykkur það og þið trúið mér ekki.
Móðir: Þér hefur bara missýnst. Það kemur fyrir alla. Nú skulum við hætta að tala um þetta og koma við í ísbúð áður en við förum heim.
Faðir (feginn): Já, gerum það.
Stúlka (tautar við sjálfa sig): Víst var það ísbjörn. Víst, víst...
ENDIR
Gæti þetta ekki hafa verið einhvern veginn svona?
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 9:16 e.h.


mánudagur, júní 16, 2008 :::
 
Hæ,
Spurning dagsins er:
Viltu meiri ís Björn?
Kveðja,
Bekka

P. S. Í næstu skrifum mun ég fjalla um hversu vantrúaðir foreldrar geta verið á upplýsingar frá börnum sínum og um hefta tilfinningatjáningu karlmanna.
Allt þetta og svo miklu meira handan við hornið.
Farið ekki langt!
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 7:42 e.h.




Powered by Blogger