Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

miðvikudagur, desember 14, 2005 :::
 
Hæ,
Nokkur svör við rellinu í æstum Holtungum. Ég vissi ekki að hægt væri að fá greiningu tvisvar eða oftar. Verður þetta ekki voðalega umfangsmikið?
RAXELLA
1. Þú ert ekki eins lík tvíbura og þú varst á yngri árum
2. Dansi, dansi dúkkan mín
3. Vöfflað brauð
4. Eigum við að lesa Kamilla og þjófurinn? (í þrítugasta og fimmta sinn í þessari viku)
5. Búttuð og budduleg í rúmi á Fæðingarheimilinu
6. Svartur pardus
7. Hvaðan hefur þú svona smart, elegant, frumlegan og óvenjulegan smekk á fatnað?

SKÖRDÍ McFLÖRDÍ
1. Ég var svo spennt þegar þú fæddist
2. Efnisskrá Holtkórsins
3. Skollahvönn með ítölskum keimi (áhrif frá mömmu þinni)
4. Það er þetta með brandarakvöldið...
5. Pínulítil og grátandi í fangi pabba þíns í Lindarselinu
6. Lítið lamb í Holti
7. Hvernig ferðu að því að vera svona afslöppuð og róleg í fasi?

BEGGA LEE
1. Þú verður nærfærin og nærgætin við sjúklingana.
2. Ósigrandi
3. Womens’ tea
4. Eigum við að horfa á Önnu í Grænuhlíð? Guð veit í hvaða skipti!
5. Þér var svo kalt á höndunum þegar þú fæddist
6. Hind
7. Eigum við að setjast niður eitthvert kvöldið og horfa á Ósigrandi eða Önnu í Grænuhlíð?

ÞÓRDÍS
1. Ég vildi að ég hefði heimsótt þig í Barcelona
2. Ísland úr NATO
3. Jarðarber og konfekt
4. Ætluðum við ekki í karaókí?
5. Lítil hnyðra í síðum náttkjól hlaupandi hringinn í Bjarkarstíg. Hláturinn dillandi.
6. Selur
7. Ertu ekki með neitt blogg-nafn eins og Silly, Skördí, Begga Lee og Raxella?

SILLY
1. Brúðkaupið þitt var yndislegt
2. Púst vsegda budet solntse
3. Gúrka
4. Eitt par fram fyrir ekkjumann á ættarmóti á Gunnarsstöðum
5. Þú varst orðin tveggja ára þegar ég sá þig fyrst og þá varstu komin með skoðanir
6. Ljón
7. Verður ekki bráðum skírnarveisla?

Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 4:23 e.h.


þriðjudagur, desember 13, 2005 :::
 
Hæ,
Frænka mín hún Skördí McFlördí, er komin með svo skemmtilegan leik á síðunni sinni í sjö liðum. Það á að setja beiðni inn í komment-kerfið og hún gefur umsögn. Þetta skýrir sig sjálft, en hún segir í lið nr. 8 að maður verði að setja þetta á bloggsíðuna sína og fyrst hún svaraði mér svo fljótt og vel kemur auðvitað ekki annað til greina en að birta greininguna. Það kemur málinu ekkert við að svörin eru í mjög jákvæðum anda og mér í hag.
Ég vil endilega að hún setji leikinn upp á aðalsíðunni hjá sér, en ekki í kommenta-kálfinum.
Skördí McFlördí segir:
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðurðu að setja þetta á bloggið þitt.
Aunt Bekks segir: Viltu segja mér hvað þú segir um mig.
Skördí McFlördí segir:
1. Mér finnst alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín, því þú ert svo skemmtileg frænka og segir svo skemmtilegar sögur
2. Kalinka minnir mig á þig
3. Afmæliskringlubragð
4. Eigum við að halda brandarakvöld bráðum?
5. Bara Bekka á Snorrabrautinni :)
6. Ljónynja
7. Hvernig ferðu að því að hafa alltaf svona fínt heima hjá þér?
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 3:46 e.h.




Powered by Blogger