Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

fimmtudagur, júlí 20, 2006 :::
 
Hæ,
Þá er skammt þangað til haldið verður á ættarmót Holtunga. Mér kom í huga atvik þegar ég fór á Holtunga-mót fyrir líklega 12 árum á Engimýri. Við ætluðum að leggja af stað seint frá Reykjavík seint á föstudegi og ég var auðvitað á fullu í mínu starfi fram undir klukkan 18:00 vegna þess að verið var að gera breytingar á fyrirkomulagi skrifstofunnar og nokkrir starfsmenn - þar á meðal ég - að flytja í nýuppgert viðbótarhúsnæði. Um sex-leytið sagði ég við forstjórann minn: “Heyrðu, afgangurinn verður bara að bíða. Ég verð að fara, því að ég er að fara á ættarmót um helgina.” Hann skildi það vel og sagði: “Nú, á bara að fara djamma!”
Ég gerði ekki tilraun til að útskýra ættarmót Holtunga fyrir honum.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 1:37 e.h.




Powered by Blogger