Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

föstudagur, nóvember 28, 2003 :::
 
Hæ,
Hér er óskalistinn minn. Birtur vegna fjölda áskorana.

Á óskalistanum mínum er:
1. Minkapels nr. 40, ökklasídd
2. Minkapels nr. 40, jakkasídd – til að vera í í bílnum
3. Mercedes Benz árgerð 2003 – leðuráklæði – vegna pelsanna
4. Bílstjóri í einkennisbúningi – má vera útlendur, helst ekki í lit
5. Leðurhanskar – með hreysikattar- eða safalabryddingu
6. Silkislæða frá Oscar de la Renta eða YSL
7. Handspegill – í platínuumgerð, má vera gull
8. Naglsnyrtisett – 18 karata gull, má vera með smádemöntum
9. Heildarritsafn Halldórs Laxness
10. Hljómtækjasamstæða
11. Heimabíó
12. Toshiba-fartölva – fyrir bloggið
13. Diktafónn
14. Glervasi úr Bergvík
15. Langa gullfesti, armband og eyrnalokka í stíl
16. Perlufesti – ekta perlur
17. Georg Jensen jólaóróar frá upphafi
18. Salatskál og salatsett - kristall og silfur
19. Silfurborðbúnaður fyrir 24
20. Matar- og kaffistell fyrir 24 - frá St. Petersburg verksmiðjunni
19. Ruggustóll
20. Spegill 200 x 80 sm í gull- eða rauðviðarramma
21. Snekkja - í fábreyttum lúxusstíl
22. Nýr forsætisráðherra á Íslandi – ekki Halldór Ásgrímsson
23. Nýr forseti Bandaríkjanna – gáfaður og góður
24. Skynsemi og umburðarlyndi gjörvöllu mannkyni til handa

Á óskalistanum mínum fyrirfinnst ekki:
1. Dekurtími á snyrtistofu
2. Ljósastofukort
3. Líkamsræktarkort
4. Nudd og nálarstungur
5. Leikhúsferð
6. Málsverður á veitingahúsi
7. Gjafakort undir 500.000 kr.
8. Halldór eftir Hann. Hólm. Giss.

Gleðileg jólainnkaup!
Bekka


::: posted by Bergthora at 4:09 e.h.




Powered by Blogger