Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

fimmtudagur, júní 09, 2005 :::
 
Hæ,
Meiri skapillskan í viðskiptaráðherra, sem sagði bláköld í fjölmiðlum að Björgúlfsfeðgar ginu yfir öllu sem sig hrærir á markaðnum. Er ekki búið að innleiða viðskiptafrelsi hér á landi? Og hver innleiddi það viðskiptafrelsi nema sú ríkisstjórn sem nú situr með hæstvirtan viðskiptaráðherra innanborðs?
Ef ég ætti eins mikla peninga og þeir, myndi ég líka kaupa allt sem hægt væri að kaupa hér innanlands og þegar ég væri búin að kaupa Ísland og ætti það skuldlaust, myndi ég halda áfram í stafrófsröðinni, kaupa t.d. Ísrael og leggja það niður.
Fyrirgefið, en er ekki nokkuð langt gengið hjá fulltrúa ríkisstjórnarinnar að viðhafa slík orð um Björgúlfana? Eru þeir ekki eins frjálsir og sumir, sem geta t.d. látið selja sjálfum sér banka, ef það dettur í þá? Er frelsi útvalinna í gildi hér á landi?
Sumir sem sagt frjálsari en aðrir? Af hverju ekki að viðurkenna þetta bara hreinskilnislega og selja bara sínum og sér þóknanlegum bankana og gróðavænleg fyrirtæki?
Ég talaði við dóttur mína, Feneyjafarann, í morgun, sem hringdi í mig í dauðans ofboði og bað mig að fara inn á vefinn og fletta upp á heimilisfangi verslunarinnar Zöru í Feneyjum. Verslunin er á Corso Palladio nr. 43. Feneyjafarinn var að leggja af stað á gondólnum og ætlaði að róa út í búð eftir tískuflíkum.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 4:45 e.h.




Powered by Blogger