Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

fimmtudagur, mars 04, 2004 :::
 
Hæ,
Merkisdagurinn nálgast óðum og ég skipulegg stanslaust í huganum hvert smáatriði þessa dags, framkvæmdir eru ekki eins stórfenglegar. Mér datt i hug hvort ég ætti að fá mér hliðarsal fyrir gesti sem aðrir eru búnir að bjóða í veisluna. Ég frétti nefnilega fyrir algera tilviljun hjá einni frænku minni, að hún væri búin að mæla sér mót við hitt og þetta fólk í veislunni hjá mér, sem ekki hefur fengið neitt boðskort frá aðalpersónu dagsins, svo að mér datt í hug að fleiri væru búnir að gera slíkt hið sama. Verst ef hliðarsalurinn þarf að vera stærri en aðalsalurinn.
Ragnheiður birtir dulbúinn óskalista móður sinnar á sinni bloggsíðu. Svo gæti líka verið að þetta væru hlutir sem hana langar sjálfa í og ætlar að fá lánaða hjá mér í fyllingu tímans. Ég hef fengið nokkrar áskoranir frá fólki, sem hvetur mig til að birta óskalista á blogginu. Mér finnst eiginlega ekki viðeigandi af svona gamalli konu að fara að birta óskalista eins og einhver unglingur, sem ekki getur hamið frekju sína og græðgi.
Kveðja,
Bekka



Hæ,
Búum við í velferðarþjóðfélagi? Spyr sá sem ekki veit. Það er búið að hamra því inn í hausinn á okkur í áratugi að við búum í einhverju mesta velferðarríki heims. Hér er velferðin samt ekki á hærra stigi en svo að hægt er að láta fatlað, sjúkt og ósjálfbjarga fólk bíða tímunum saman án þess að það fái nauðsynlegustu aðstoð.
Það ætti að taka þetta pakk, sem stendur að glæpsamlegri aðför í garð fatlaðra og sjúkra, sem eiga allt sitt undir aðstoð annarra og meina því aðgang að klósetti í svo sem eins og hálfan sólarhring í beinni útsendingu.
Kveðja,
Bekka


::: posted by Bergthora at 4:58 e.h.




Powered by Blogger