Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

fimmtudagur, febrúar 09, 2006 :::
 
Hæ,
Klukkuð af Skirdí McFlördí!

Fjórar vinnur sem ég hef unnið um ævina:
Barnapía í heimahúsum og á barnaheimili - dútl í æsku
Stjórnandi á flökunarfæribandi hjá ÚA – að vinna mér fyrir utanlandsferð
Þýðandi hjá APN - brauðstrit
Ritari (aðalritari) hjá óskabarnabarni þjóðarinnar – áframhaldandi brauðstrit og skemmtun í bland

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Anna í Grænuhlíð – á hana á spólu, hún er ekki nema 8 klst
My fair lady – elska söngvana og búningana
Notting Hill – Yndislegir karakterar
Lucy Ball þættirnir mínir - óborganlegir

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Akureyri – höfuðborg Norðurlands
Moskva – höfuðborg Sovétríkjanna – þá
Reykjavík – höfuðborg Íslands
Kópavogur –úti á landi

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
Sex and the city – Fínar leikkonur
Judging Amy - Er hætt. Hvað á ég að gera?
Lost - er að verða pínulítið óraunverulegt
Spaugstofan – get ekki verið án hennar

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Montserrat – magnað og mikilfenglegt
Jerevan – sögustaður á fornum merg
Sakhalin – fjarlæg og minnisstæð
Grömitz –heillandi strandstaður

Fjórar síður sem ég skoða daglega:
http://www.simaskra.is/index.jsp - þegar ég þarf að hringja og veit ekki númerið
http://www.icex.is – vegna vinnu og verðbréfaáhuga
http://www.google.com – út af öllu mögulegu
http://www.fingertime.com/sudoku.php - að vísu ekki alveg á hverjum deg, en gæti hugsað mér það

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Kjötsúpa – heit og ilmandi
Mangó – gómsætt og seðjandi
Siginn fiskur – með velsmurðu rúgbrauði og hamsatólg
Ís – get borðað hann endalaust + ferskir ávextir, þeyttur rjómi og súkkulaðisósa

Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:
Sonoma Zen Mountain Center – að borða morgunverð í borðkróknum í eldhúsinu að horfa út um gluggann á gömlu eikina og kalkúnana
Baden-Baden – að borða NordSee-samloku frá í spilavítisgarðinum
Moskva – að sötra te um miðjan daginn á gamla Arbat
Barcelona – á gosbrunnasýningu um kvöldið á Plaza de Espana

Fjórir bloggarar sem ég klukka: Allar skemmtilegar!
Raxella
Beigó
Silly things
Dísa bloggar aftur

Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 5:40 e.h.




Powered by Blogger