Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

miðvikudagur, nóvember 14, 2007 :::
 
Hæ,
Ég sá nýlega auglýsingu í blaði, þar sem verið var að auglýsa klósett með hæglokandi klósettsetum. Þesi uppfinning er ábyggilega gerð sérstaklega fyrir kvenfólk, vegna þess að sá kynþáttur þolir ekki opnar klósettsetur. Karlmenn yfirleitt eru aftur á móti alveg afslappaðir fyrir þessum mikla vanda og telja þetta raunar engan vanda. Þeim finnst bara þægilegt að koma að opnu klósetti, stilla sér upp og pissa, sturta - ef vill, fara síðan og hafa klósettið opið þangað til næst þarf að losa.
Ég þekki konu, sem lagði verulega á sig til að fá son sinn til að setja setuna niður að aflokinni klósettferð. Hann var að því leyti líkur flestum öðrum karlmönnum að hann sá ekki nokkurn tilgang í því að leggja á sig það erfiði að teygja sig í klósettsetuna og setja hana niður. Opið klósett var í hans augum – eins og svo ótal margra annarra af hans kyni - eðlilegasti hlutur í heimi. Einn daginn lærði hann sjálfur að setja setuna niður. Það kom kettlingur á heimilið sem byrjaði á því að álpast ofan í klósettið og var næstum drukknaður í fjölskylduúrgangnum. Síðan þá er setan alltaf sett niður á klósettinu til þess að kötturinn endi ekki ævi sína þar. Enginn annar tilgangur.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 3:34 e.h.




Powered by Blogger