Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

miðvikudagur, júní 29, 2005 :::
 
Hæ,
Mikið gengur á í slúðurblöðunum þessa dagana og miklar geðshræringar tröllríða fórnarlömbunum bæði í beinni og lokaðri útsendingu.Það þarf náttúrulega ekki að nefna nein nöfn – allir vita um hvern og hverja er að ræða. Enda líklega eins gott að fara ekki út í nafnabirtingar, aldrei að vita nema maður verði dreginn í einhvern gáfnaljóssþáttinn til að standa fyrir máli sínu og verði þar hakkaður í spað frammi fyrir alþjóð.
Ég segi nú bara fyrir mig að mér finnst ljómandi er ef einhver getur skemmt sér yfir þeirri stemmningu, sem nú ríkir í slúðurblöðunum. Það sýnir að fólk kann enn að lesa texta og getur jafnvel endursagt hann í góðra vina hópi eða meðal starfsfélaga og lagt út af honum, sem aftur á móti sannar að íslenska skólakerfið er ekki eins hraklegt og ég hélt það vera. Enn betra fyndist mér ef fólk væri svo viti borið að draga lærdóm af mistökum fræga fólksins og gætti þess að falla ekki í sömu gryfju til þess að lenda ekki í hárbeittum hákarlakjafti og kastljósi slúðurblaðanna. En það er e.t.v. ekki eins gróðavænlegt fyrir slúðurblöðin að fjalla um einhvern Jón og Gunnu úti í bæ, sem hafa hvorki útlit né fé til að skapa sér frægð og frama. Þá er líklega öllum sama þótt annað þeirra eða bæði misstigi sig á hálum velli siðferðis og fjölskylduskuldbindinga.
Það sem mér finnst allra best er að ég skuli ekki þurfa að gista í hjónarúmi þessa upplagða slúðurblaðaefnis og vera partur af skemmtan dagsins í dag.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 2:52 e.h.


 
Hæ,
SSól varð 13 ára í gær og bauð til veislu kl. 18:00 – 20:00. Hlaðið veisluborð, góðar gjafir, skemmtilegt fólk og hrífandi afmælisbarn. Hvers er frekar hægt að óska sér?
Til hamingju, Solla hjarta.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 2:51 e.h.




Powered by Blogger