Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

föstudagur, maí 13, 2005 :::
 
Hæ,
Ef ég dytti í lukkupottinn og eignaðist allt í einu nokkra milljarða króna – nú eða dollara - yrði örugglega mitt fyrsta verk að kaupa mér eins og eitt stykki knattspyrnulið af betri sortinni. Það er nokkuð sem mig hefur lengi vantað og lengi langað í. Ekkert útkjálkalið frá einhverju íslensku krummaskuði, heldur stórborgarlið með herskara af einlægum aðdáendum og fótboltabullum. Veröldin verður ábyggilega fyrst fullkomin þegar maður verður kominn með heilt knattspyrnulið upp á vasann, röð af sigursjúkum sperrileggjum, sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga fyrir monti og rembingi, ásamt harðsnúnum hópi af þjálfurum, hjúkrunarliði og sálfræðingum, sem reyna að láta líta svo út að þeir séu að hjálpa liðinu við að komast óskaddað á sál og líkama í gegnum álagið sem fylgir heimsfrægð og frama. Þá hlýtur að fylgja liðinu glæsilegt klappstýrulið skipað ungum fegurðardrottningum og smástirnum.
Eigið knattspyrnulið – það er málið í dag!
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 1:26 e.h.




Powered by Blogger