Gamalt
Í LÍFSINS ÓLGUSJÓ  

ÞAÐ GEFUR Á BÁTINN...


Home Archives Contact

mánudagur, ágúst 22, 2005 :::
 
Hæ,
Ég get ekki að því gert, en mér fannst talsverður stæll yfir Baugsveldinu, þegar liðið marséraði að Héraðsdómi um daginn. Komu öll saman, skálmuðu áfram ótrauð og báru höfuðið hátt. Eru greinilega með einhvern fulltrúa á sviði almenningstengsla,sem er búinn að sviðsetja alla þeirra framkomu, látbragð og hreyfingar. Ég er alveg viss um að Baugsfeðgar og Baugsveldið hafa manipúlerað með peninga og eignir endalaust á alla vegu, teflt á tæpasta vað hvað eftir annað, reynt allt til að græða sem mest og guð má vita hvaðan allir þessir peningar koma. En ég veit líka að með rekstri Bónus-búðanna hafa þessir menn fært barnafjölskyldum og láglaunafólki á Íslandi meiri kjarabætur heldur en nokkurt verkalýðsfélag og nokkur ríkisstjórn. Ég vildi að ég hefði getað verslað í verslunum eins og Bónus þegar ég var með stórt heimili og hafði ekki undan að draga björg í bú. Þá var aldrei tilboð á nokkru matarkyns, allt staðgreitt fullu verði.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 3:41 e.h.


 
Hæ,
Syni mínum var boðið hlutverk í kvikmyndinni Flags of our Fathers, sem Clint Eastwood, kjörsonur Íslands, vinnur að hörðum höndum á dýrmætum og einstökum uppblásturssvæðum Reykjanesskagans um þessar mundir. Sonur minn afþakkaði hlutverkið með þeim orðum að því miður gæti hann ekki sinnt þessu núna, en þeim væri velkomið að hafa samband við sig aftur. Líklega er hann einn af fáum, sem hafa afþakkað hlutverk hjá Clint Eastwood.
Kveðja,
Bekka

::: posted by Bergthora at 3:40 e.h.




Powered by Blogger